Registered unemployment by duration
- Registration entry for subjects
- Contents
- Time
- Reliability and security
- Comparison
- Access to information
0. Registration entry for subjects
0.1 Name
Registered unemployment by duration0.2 Subject area
Labour market0.3 Responsible authority; office, division, person etc.
Vinnumarkaðsdeild Hagstofu ÍslandsSímbréf 528 1199
Ómar S. Harðarson
Sími 528 1281
Ólöf Jóna Tryggvadóttir
Sími 528 1283
0.4 Purpose and history
Hagstofan hefur safnað gögnum um tímalengd skráðs atvinnuleysis eftir aldri og kyni í lok febrúar, maí, ágúst og nóvember ár hvert frá 1986. Fram til maí 1993 var einungis leitað eftir skýrslum frá sveitarfélögum sem samkvæmt lögum var skylt að reka opinbera vinnumiðlun, þ.e. sveitarfélögum með 500 eða fleiri íbúa. Þessir staðir voru tæplega 80. Í júlí og ágúst 1993 gerði Hagstofan sérstaka könnun meðal allra sveitarfélaga í landinu á því hverjir sæju um atvinnuleysisskráningu fyrir hönd viðkomandi sveitarfélags. Frá og með ágúst 1993 hefur verið aflað skýrslna frá öllum þeim sveitarfélögum og vinnumiðlunum sem skrá atvinnuleysi samkvæmt þessari athugun. Frá ágúst 1993 hafa heimtur á skýrslum um þennan þátt atvinnuleysis verið 100%. Frá árinu 1998 hafa svæðisvinnumiðlanir (átta talsins) séð um að senda skýrslur til Hagstofunnar.0.5 Users and application
Helstu notendur skráðs atvinnuleysis eru stofnanir í hagrannsóknum, aðilar vinnumarkaðarins, stjórnvöld (þ.m.t. atvinnuráðgjafar sveitarfélaga) og erlendar stofnanir.0.6 Sources
Svæðisvinnumiðlanir.0.7 Legal basis for official statistics
Lög um Hagstofu Íslands nr. 24/1913.0.8 Response burden
0.9 EEA and EU obligations
1. Contents
1.1 Description of content
Gagnasöfnunin gefur upplýsingar um skráð atvinnuleysi eftir kyni, aldri og lengd, brotið eftir sveitarfélögum, og fer fram í lok febrúar, maí, ágúst og nóvember ár hvert. Aldursskipting í gögnum er miðuð við fæðingarár. Í febrúar og maí er miðað við þá sem verða 16 ára og eldri í árslok. Í ágúst og nóvember er miðað við þá sem verða 15 ára og eldri í árslok. Tölur um atvinnulausa ná til allra þeirra sem eru skráðir atvinnulausir á viðmiðunardegi hvort sem þeir eiga rétt á bótum eða ekki.1.2 Statistical concepts
Skráð atvinnuleysi. Upplýsingar um skráð atvinnuleysi byggjast á gögnum frá opinberum svæðisvinnumiðlunum. Með skráðum atvinnulausum er átt við þá sem hafa enga eða ónóga vinnu í samræmi við vinnugetu sína og óskir um vinnutíma miðað við 8 stunda dagvinnu eða jafngildi hennar (vaktavinna o.fl.), láta skrá sig hjá opinberri vinnumiðlun og viðhalda sér á skrá með því að mæta þar a.m.k. einu sinni í mánuði.Tímalengd skráðs atvinnuleysis. Með tímalengd skráðs atvinnuleysis er átt við fjölda vikna sem einstaklingur hefur verið samfellt á atvinnuleysisskrá á viðmiðunardegi. Þótt einstaklingur missi rétt til atvinnuleysisbóta fellur hann þar með ekki af atvinnuleysisskrá. Íhlaupavinna eða hlutavinna hefur heldur ekki áhrif á talningu atvinnuleysisvikna nema sú vinna valdi því að einstaklingur sé tekinn af atvinnuleysisskrá eina viku eða lengur.
2. Time
2.1 Reference periods
Gögnum er safnað inn fjórum sinnum á ári, í lok febrúar, maí, ágúst og nóvember ár hvert. 2.2 Process time
Gögn eru tilbúin nokkrum dögum eftir að þau berast inn.2.3 Punctuality
2.4 Frequency of releases
Fjórum sinnum á ári á vef Hagstofunnar og þriðja hvert ár í ársskýrslu vinnumarkaðssviðs.3. Reliability and security
3.1 Accuracy and reliability
3.2 Sources of errors
Skráning hjá opinberri vinnumiðlun er forsenda þess að fólk fái greiddar atvinnuleysisbætur. Ekki er öllum atvinnulausum kunnugt um þennan rétt. Sjálfstætt starfandi einstaklingar og þeir sem ekki hafa verið áður á vinnumarkaði, svo sem námsmenn og heimavinnandi fólk, hefur takmarkaðan bótarétt. Í reglum um atvinnuleysisskráningu er einnig gert ráð fyrir að menn geti skráð sig atvinnulausa hluta úr degi ef þeir hafa aðeins hlutastarf en vilja fulla vinnu. Loks má gera ráð fyrir að á hverjum tíma séu ýmsir skráðir atvinnulausir sem í reynd eru ekki reiðubúnir að hefja störf .Þessir meinbugir á opinberri atvinnuleysiskráningu valda því að hún gefur ekki rétta mynd af raunverulegu atvinnuleysi í landinu, þ.e. fjölda þeirra sem á hverjum tíma hafa enga vinnu, eru að leita sér að vinnu og geta hafið störf strax.
3.3 Measures on confidence limits/accuracy
4. Comparison
4.1 Comparison between periods
4.2 Comparison with other statistics
4.3 Coherence between preliminary and final statistics
Ekki eru gefnar út bráðabirgðatölur um skráð atvinnuleysi. 5. Access to information
5.1 Forms of dissemination
Vefur Hagstofunnar.Ársskýrslur: 1991-1993, 1994, 1995, 1996, 1997, 1998.
5.2 Basic data; storage and usability
Gögnin eru geymd á tölvutæku formi á Hagstofunni sem og á útprentuðum skýrslum frá Svæðisvinnumiðlunum landsins. Ekki er veittur aðgangur að gögnunum sjálfum en unnt er að fá sérvinnslur úr þeim. 5.3 Reports
Sjá að ofan.5.4 Other information
Frekari upplýsingar má fá hjá vinnumarkaðsdeild Hagstofunnar.© Hagstofa �slands, �ann 17-10-2005